Innlent

Neitaði að borga leigubílinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fjórir gistu fangageymslur í nótt, þar af þrír vegna mála.
Fjórir gistu fangageymslur í nótt, þar af þrír vegna mála. Vísir/Hari
Slagsmál brutust út á skemmtistað í miðborginni í nótt. Einn var handtekinn vegna málsins en hann veitti mótspyrnu við handtöku svo lögreglan þyrfti að beita hann úðavopni. Maðurinn sem ráðist var á hlaut minniháttar meiðsl.

Þá leitaði leigubílstjóri til lögreglu vegna mjög drukkins farþega sem neitaði að greiða fyrir farið. Sá gekk á brott þegar lögregla kom á vettvang og veitti einnig mótspyrnu við handtöku. Hann vildi heldur ekki segja til nafns og gistir því fangageymslur þar til hægt verður að ræða við hann.

Þá voru rúður brotnar í leikskóla í Breiðholti í gærkvöldi. Talið er að hópur ungmenna hafi þar verið að verki. Stuttu síðar var tilkynnt um hópslagsmál annars staðar í hverfinu og var einn handtekinn grunaður um líkamsárás. Hann gistir fangageymslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×