Innlent

Neita að biðja ÁTVR um vínbúð

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Vínbúð er sögð mundu styrkja verslunina á Kópaskeri.
Vínbúð er sögð mundu styrkja verslunina á Kópaskeri. Fréttablaðið/Pjetur
Framfarafélag Öxarfjarðar segir stjórnendur ÁTVR hafa áhuga á að leigja aðstöðu í hluta verslunarhúsnæðisins á Kópaskeri og opna þar vínbúð.

„Muni það styrkja rekstrargrundvöll verslunarinnar, bæta þjónustu við íbúa, farandverkafólk og sívaxandi fjölda ferðamanna á svæðinu,“ segir í erindi framfarafélagsins til Norðurþings þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn biðji forstjóra ÁTVR um að opna vínbúð á Kópaskeri.

Bæjarráð Norðurþings segist ekkert sjá athugavert við vínbúð á Kópaskeri en bendir hins vegar á að ÁTVR verði að senda sveitarfélaginu formlegt erindi um opnum áfengisútsölunnar.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×