Lífið

Neðanjarðarbyrgi sem þolir allt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosalegt mannvirki.
Rosalegt mannvirki. vísir

Sumir eru haldnir miklum ótta um að heimssendir sé jafnvel á næsta leiti, eða jafnvel kjarnorkustyrjöld.

Því hafa sumir byrjað að undirbúa sig með allskonar leiðum. Sumir safna mat saman en aðrir ráðast í gerð á neðanjarðarbyrgjum.

Einn, nokkuð vel efnaður maður, hefur endurbyggt gamalt neðanjarðarbyrgi og er það metið á 11,5 milljónir punda eða því sem samsvarar 2,3 milljörðum íslenskra króna.

Byrgið á að þola 20 kílótonna sprengingu. Byrgið var upphaflega byggt árið 1969 en endurgert árið 2012. Það er staðsett í Savannah í Georgíu í Bandaríkjunum. Inni í því má meðal annars finna fullkomið loftræstikerfi, hjúkrunarherbergi og öryggiskerfi á heimsmælikvarða.

Byrgið er um þrettán metrum undir jörðu en í því má einnig finna; fjórar íbúðir sem eru allar útbúnar með eldhúsi, borðstofu, tveimur svefnherbergi, stofu og baðherbergi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×