Lífið

Náttúran, fuglar og draugar á Strandaplötu

Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar
Rósu Guðrúnu finnst gott að hugsa um ræturnar þegar hún semur tónlist.fréttablaðið/valli
Rósu Guðrúnu finnst gott að hugsa um ræturnar þegar hún semur tónlist.fréttablaðið/valli
Náttúran, fjöllin, fuglarnir og meira að segja draugar eru í aðalhlutverkum á Streng stranda, nýrri níu laga plötu Rósu Guðrúnar Sveinsdóttur. Hún semur lögin en textarnir eru eftir föður hennar, Svein Kristinsson.

„Á plötunni er eitt almennt ástarlag, annað um strák frá Nepal, en annars fjalla textarnir um Strandir á Vestfjörðum í Árneshreppi þar sem pabbi er fæddur og uppalinn. Sjálf var ég þar sem barn á sumrin og fer oft vestur til að hlaða batteríin og upplifa frelsið og kyrrðina,“ segir Rósa Guðrún. 

Þótt hún fari ekki endilega vestur til að vinna, finnst henni gott að hugsa um ræturnar þegar hún semur tónlist. Strengur stranda, sem er hennar fyrsta plata, kom út 1. október og var valin plata vikunnar á Rás 2. Rósa Guðrún er tónlistarkennari í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Skólahljómsveit Austurbæjar, þar sem hún kennir söng og einnig á saxófón og þverflautu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×