Innlent

Nánari skoðun krefst rökstudds gruns

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frambjóðendur vörðu misjafnlega miklu í baráttunni. Samkvæmt reikningum kostaði framboð Höllu talsvert minna en framboð Davíðs og Guðna.
Frambjóðendur vörðu misjafnlega miklu í baráttunni. Samkvæmt reikningum kostaði framboð Höllu talsvert minna en framboð Davíðs og Guðna. vísir/Anton Brink
Bókhald forsetaframbjóðenda er ekki skoðað ítarlega nema að rökstuddur grunur sé um að ekki sé allt með felldu. Ástæðan er sú að bókhaldið er yfirfarið af endurskoðanda eða skoðunarmanni þegar það berst Ríkisendurskoðun.

„Við tékkum á því að það sé búið að fara yfir reikningana af endurskoðanda eða skoðunarmanni. Og við skoðum hverjir hafa lagt til framboðsins og athugum hvort þar séu óleyfileg tengsl milli fyrirtækja og hvort það hafi þá nokkuð farið yfir hámarksupphæð,“ segir Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi ríkisendurskoðanda. Þá sé jafnframt skoðað hvort heildarkostnaður við framboð hafi farið yfir leyfilegt hámark, sem er rétt rúmar 37 milljónir króna.

„Ef við teljum að þetta sé eitthvað dularfullt, þá er hægt að skoða það nánar. En af því að það er endurskoðað þá þarf að vera rökstudd ástæða.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×