Innlent

Nágrannar skella í sameiginlega matarveislu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
„Við erum voðalega umhverfimeðvituð og einhvern tímann kemur þessi umræða upp að það er í rauninni jafn mikil vinna að elda fyrir fjórar fjölskyldur og eina og það er minni matarsóun," segir Dóra Magnúsdóttir, sem sér um matinn þessa vikuna.

Fjölskyldurnar búa allar í Hæðagarðinum og kynntust í gegnum það að vera góðir grannar, sem getur haft fleira gott í för með sér en sameiginlegan mat.

„Ég held við höfum öll heyrt máltækið að það taki heilt þorp ala upp barn. Börnin kynnast betur og við erum hér eitt samfélag. Ég er ekki að segja að við séum að ganga inn í uppeldishlutverkið en það er samgangur og krakkarnir geta leitað til hvers annars," segir Dóra sem er ekki með töluna á barnaskaranum sem situr við eldhúsborðið að háma í sig grillaðan kjúkling.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×