Innlent

Nafn konunnar sem lést í umferðarslysinu á Reykjanesbraut

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Konan sem lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut síðastliðinn þriðjudag hét Linda Dröfn Pétursdóttir. Hún var 54 ára, fædd árið 1962. Mbl.is greinir frá.

Linda lætur eftir sig eiginmann, þrjú uppkomin börn og tvö barnabörn. Hún var búsett á Akranesi.

Slysið varð austan við Brunnhóla síðastliðinn þriðjudagsmorgun. Tveir bílar, jeppi og fólksbíll, komu úr gagnstæðri átt en talið er að annarri bifreiðinni hafi verið ekið yfir á rangan vegarhelming.

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið.  



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×