Lífið

Næturævintýri á Mývatni

Í ferðaþáttunum Illa farnir ferðast hinir viðkunnanlegu félagar Davíð Arnar, Arnar Þór og Brynjólfur um Ísland í sextán þáttum með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum.



Í fyrstu þáttunum ferðuðust þeir um Suðurland en þessar vikurnar eru þeir staddir fyrir norðan.

Þeir kíkja á Goðafoss, í Dimmuborgir og á falinn leynistað, Grjótagjá. Grjótagjá er heit, náttúruleg laug ofan í sprungu sem er á fárra vitorði.

Strákarnir eru samir við sig og lenda í vandræðum með að finna Grjótagjá. Ganga í tvo tíma í vitlausa átt út af misskilningi en hringja loks aftur í heimamann til að rata á réttan stað.

Þarna er orðið kolniðamyrkur en ljósið frá myndavélinni lýsir þeim leið. Þeir verða því skiljanlega skelkaðir þegar myndavélin verður skyndilega rafmagnslaus.

Þetta er sjötti þáttur af Illa farnir. Alls verða þættirnir sextán talsins, fjórir frá hverjum landshluta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×