Innlent

Mýraeldar 20 sinnum stærri

Svavar Hávarðsson skrifar
Ekki varð við neitt ráðið og flúði fólk heimili sín.
Ekki varð við neitt ráðið og flúði fólk heimili sín. fréttablaðið/vilhelm
Sinueldurinn sem brann á jörðinni Fáskrúðarbakka á Snæfellsnesi í byrjun maí náði yfir 319 hektara svæði og er sá stærsti frá Mýraeldum árið 2006.

Náttúrufræðistofnun hefur metið stærð svæða þar sem gróðureldar komu upp nú í vor. Langstærstur þeirra er sá sem brann á Fáskrúðarbakka. Eldurinn kom upp sunnan vegar og varð fljótt að miklu báli í hvassri norðaustanátt. Breiddist hann til suðvesturs. Eldurinn fékk því að mestu að hafa sinn gang og brenna að ám og skurðum sem stöðvuðu útbreiðslu hans.

Til að kortleggja brunasvæðið var notuð Landsat-gervitunglamynd sem tekin var um hádegisbil þann 7. maí. Í ljós kom að brunasvæðið á Fáskrúðarbakka var alls 319 hektarar (3,19 ferkílómetrar) og er það næststærsta svæðið sem kortlagt hefur verið frá og með Mýraeldunum miklu vorið 2006. Þó er það aðeins um tuttugasti hluti af landinu sem brann á Mýrum en þar brunnu 6.700 hektarar áður en yfir lauk. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×