Lífið

Myndband frá Grenivík: Ákváðu að hefja sumarstörfin þar sem væri komið sumar

Atli Ísleifsson skrifar
Sumarið er komið!
Sumarið er komið!
„Það er náttúrulega komið sumar þannig að það er ekki seinna vænna en að hefja sumarverkin,“ segir Jóhann Konráð Birgisson úr Hafnarfirði sem birti myndband fyrr í dag sem hefur farið líkt og eldur um sinu í netheimum í dag.

Jóhann Konráð segir að á myndbandinu megi sjá hann sjálfan slá blettinn og félaga hans, Finnboga Helga Snæbjörnsson, með hrífuna í garði á Grenivík um hádegisbil í dag. „Við erum tvær fjölskyldur í fríi hérna á Grenivík.“

Jóhann Konráð segir hugmyndina hafa kviknað þegar systir hans sem býr í Svíþjóð birti mynd á Facebook í morgun með skilaboðum um að hún ætlaði að slá blettinn. „Það var ekki annað í stöðunni en að svara þeim skilaboðum á þennan máta,“ segir Jóhann Konráð léttur í bragði í samtali við Vísi.

Sjá má myndbandið að neðan.

Já það er búið að slá garðinn Á Hlöðum!! Það er komið sumar og þetta hugsar ekki um sig sjálft Finnbogi Helgi Snæbjö...

Posted by Jóhann Konráð Birgisson on Friday, 24 April 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×