Lífið

Móðurástin kallar fram tár á hvarmi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Börnin þurfa mismikið að snerta konurnar til að komast að því hver þeirra er mamma sín.
Börnin þurfa mismikið að snerta konurnar til að komast að því hver þeirra er mamma sín.
Myndband sem er sagt sýna sérstakt samband móður og barns hefur vætt hvarma internetfara að undanförnu. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, hefur verið bundið fyrir augun á sex börnum á aldrinum þriggja til níu ára sem sagt er að nota innsæi sitt, hendur og lyktarskyn til þess að finna mömmu sína. 

Mæðurnar stilla sér upp í röð og bíða átekta eftir því að sjá hvort barnið þeirra komi til með að þekkja sig. Myndbandið er gert af skartgripaframleiðandanum Pandora sem segir myndbandið bera vitni um hversu einstök hver kona er, í laginu, í hjarta sínu og persónuleika. Svo ekki sé minnst á hversu ólíkt hvert samband milli móður og barns er enda kallast myndbandið „The Unique Connection“ eða „Hið einstaka samband“. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×