Lífið

Móðir mín var myrt af fyrrverandi kærasta sínum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Dave Navarro.
Dave Navarro. vísir/getty
Tónlistarmaðurinn Dave Navarro opnar sig um andlát móður sinnar í viðtali við HuffPost Live. Móðir hans, Connie Navarro, var myrt af fyrrverandi kærasta sínum árið 1983, þegar Dave var aðeins fimmtán ára.

„Móðir mín var í sambandi, það samband endaði,“ segir Dave og bætir við: „Hún vildi róa á önnur mið og fyrrverandi kærasti hennar myrti hana og frænku mína.“

Hann segir að móðir sín hafi verið fórnarlamb heimilisofbeldis.

„Stundum er erfitt að tengja heimilisofbeldi við morð því það er svo stórt stökk,“ segir tónlistarmaðurinn.

„Nema þetta eru aðstæður sem tengdar eru við heimilisofbeldi og líklegast versta birtingarmynd þess,“ bætir hann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×