Innlent

Minna fulltrúa á siðareglur vegna áfrýjunar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sveitarstjónin áfrýjar töpuðu dómsmáli vegna eignarhluta í Dyrhólaey.
Sveitarstjónin áfrýjar töpuðu dómsmáli vegna eignarhluta í Dyrhólaey. Fréttablaðið/Pjetur
Meirihluti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps segir óskiljanlegt að fulltrúar minnihluta M-listans hafi setið hjá þegar ákveðið var að áfrýja héraðsdómi um eignarrétt í Dyrahólaey til Hæstaréttar.

Með dómnum var viðurkennd samtals 18,3 prósent eignarhlutdeild þriggja einstaklinga í Dyrhólaey. Meirihlutinn segir það vera skyldu kjörinna fulltrúa að gæta almannahagsmuna. „Í því sambandi bendir meirihluti sveitarstjórnar á sveitarstjórnarlög og siðareglur kjörinna fulltrúa Mýrdalshrepps.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×