Lífið

Mikils metinn sjónvarpsframleiðandi látinn

Sjónvarpsframleiðandinn Robert Halmi, Sr., er látinn.

Halmi lést í gær heima hjá sér í New York, en hann var 90 ára gamall.

Halmi var fæddur í Ungverjalandi en en flutti til Bandaríkjanna árið 1951, þar sem hann öðlaðist frægð fyrir ljósmyndir sínar.

Um miðjan sjöunda áratug skipti Halmi um starfsvettvang og hóf að framleiða kvikmyndir og sjónvarpsefni. Næstu fimmtíu ár framleiddi hann meira en 200 þáttaraðir og míni-seríur fyrir sjónvarp.

Hann fókuseraði aðallega á fjölskylduvænt sjónvarpsefni á borð við The Josephine Baker Story, the Bette Midler-starring Gypsy, Merlin, 'Dinotopia og The Lion in Winter með Glenn Close.

Hann hóf síðar á ferlinum samstarf við son sinn, Robert Halmi Jr. Hann sagðist hafa haft ástríðu fyrir öllum verkefnunum sem hann framleiddi.

„Framleiðendur í dag eru bara peningafólk sem eiga X mikið af pening og með peningunum kaupa þau fólk, oftast í gegnum síma,“ sagði Halmi í viðtali við The Associated Press árið 1993.

„Ég hef góðan smekk og tek mín verkefni lengra. Í sköpunarferlinu þarf allt að vera fóstrað. Ég veit um öll verkefnin mín, alla daga, hvar það stendur fjárhagslega, en ég veit líka ef einhver er með kvef.“

Verkefni hans hlutu 136 Emmy verðlaun.

„Það eru tvennt í tungumálinu sem ég hef aldrei skilið. Eitt er „öryggi.“ Hitt er „að leggjast í helgan stein.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×