Lífið

Mikill hiti fyrir Mick Hucknall í kvöld

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Mick og grúppíurnar í Höllinni í kvöld.
Mick og grúppíurnar í Höllinni í kvöld. Vísir/Stefán
Hljómsveitin Simply Red mætti í Laugardalshöll í kvöld og lék fyrir nær fullan sal. Þetta mun vera í annað sinn sem hinn rauðhærði Mick Hucknall hefur haldið tónleika hér á landi undir formerkjum Simply Red en hann er eini stofnmeðlimurinn sem enn er eftir í sveitinni. Siðast kom sveitin hingað á Listahátíð fyrir 30 árum eða þegar sveitin var enn við þröskuld heimsfrægðar.

Það var mikill hiti í loftinu þegar kyntröllið Mick Hucknall steig á sviðið og kiknuðu ófáir hnjáliðirnir. Söngvarinn er orðinn staðfastur á sínum efri árum og lét áhorfendur ekki bíða og var nánast mættur á slaginu átta upp á svið. Hann renndi í alla helstu slagarana og fólkið söng með sem enginn væri morgundagurinn.

Hér fyrir neðan má fletta myndaseríu frá tónleikunum í kvöld.

Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán





Fleiri fréttir

Sjá meira


×