Lífið

Mikill heiður að vera valin

SEMUR EIGIN SÖGU Þessa stundina er Linda að vinna að eigin sögu. 
Fréttablaðið/Vilhelm
SEMUR EIGIN SÖGU Þessa stundina er Linda að vinna að eigin sögu. Fréttablaðið/Vilhelm
Á hverju ári veita Norrænu vatnslitasamtökin á Norðurlöndunum einum listamanni verðlaun, og í ár var Linda Ólafsdóttir myndskreytir valin. „Þetta eru mjög virt og flott verðlaun og það er bara einn Íslendingur sem hefur fengið þau áður,“ segir Linda, sem lærði myndskreytingu í San Francisco. Í framhaldinu gerði hún samning við stóra umboðsskrifstofu í Bandaríkjunum, Red Fox Literary. „Þeir eru með myndskreyta fyrir barnabækur á sínum snærum og til þess að komast eitthvað áfram í þessum bransa þá verður þú að hafa umboðsmann,“ segir Linda. Hún vonast til þess að samningurinn og viðurkenningin komi henni áfram í sínu fagi. Þessa dagana er Linda að vinna að nokkrum verkefnum, ásamt því að vinna að sinni eigin sögu. „Hingað til hef ég bara verið að skreyta fyrir aðra, en nú er ég farin að skrifa meira. Það er meira frelsi í að skreyta sína eigin sögu, en það er vissulega líka gott að þurfa bara að bera ábyrgð á myndunum.“ Eftir að hún myndskreytti fyrir bók á Bandaríkjamarkaði er auðveldara fyrir hana að koma sér á framfæri. „Það er svo frábært að það skiptir engu máli hvar þú býrð, maður vinnur í gegnum netið sem gerir manni kleift að vinna með þeim bestu.“- asi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×