Íslenski boltinn

Miðasalan gengur vel á leikinn gegn Celtic

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Löng röð myndaðist við opnun.
Löng röð myndaðist við opnun. Mynd/KR.is
Miðasala fyrir leik KR og Celtic í annari umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í dag og er greinilega mikill áhugi á leiknum af hálfu stuðningsmanna KR.

Þegar miðasalan hófst var löng röð stuðningsmanna sem mættir voru til þess að kaupa miða á leikinn.

Leikurinn er liður af undankeppni Meistaradeildarinnar og fengu Íslandsmeistararnir krefjandi verkefni. Celtic tekið þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar undanfarin ár og muna margir eftir eftirminnilegum sigri á Barcelona fyrir tveimur árum.

Þegar klukkutími var liðinn af miðasölu hafði helmingur miðanna verið seldur og er ljóst að fólk þarf að hafa hraðar hendur ætli það sér að tryggja sér miða á leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×