Lífið

Mest leitað að Robin Williams á internetinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Mest hefur verið leitað að grínistanum Robin Williams á internetinu þegar fimm vikur eru eftir af árinu en hann framdi sjálfsmorð fyrr á árinu. Þetta kemur fram í tölum leitarvélarinnar ask.com sem skoðaði leitarbeiðnir hundrað milljón, alþjóðlegra notenda á tímabilinu 1. janúar til 15. nóvember. 

Í öðru sæti á listanum er leikkonan Jennifer Lawrence og í því þriðja er tónlistarmaðurinn Jay Z. 

Forsvarsmenn ask.com segja hins vegar að mikið hafi verið leitað að grínistanum Bill Cosby á internetinu síðustu daga í kjölfar frásagna kvenna sem saka hann um kynferðislegt ofbeldi. Því gætu þessar tölur breyst töluvert þegar árið er á enda.

Í fjórða sæti á listanum er Kim Kardashian sem beraði sig í tímaritinu Paper fyrir stuttu, í því fimmta er Joan Rivers sem lést á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×