Fótbolti

Messi bætti markamet Meistaradeildarinnar | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/AP
Argentínumaðurinn Lionel Messi skráði nafn sitt enn og aftur í sögubækurnar er hann skoraði sitt 72. mark í Meistaradeild Evrópu.

Með markinu kom hann Barcelona í 2-0 forystu gegn kýpverska liðinu APOEL í Meistaradeild Evrópu í kvöld en í síðustu umferð jafnaði hann met Spánverjans Raul.

Cristiano Ronaldo er svo skammt undan með 70 mörk en það er Messi sem situr einn að metinu í kvöld.

Þess má geta að Messi varð um helgina markahæsti leikmaður í sögu spænsku úrvalsdeildarinnar.

Uppfært: Messi skoraði þrennu í leiknum og er því kominn með 74 mörk alls.

Messi slær markamet Meistaradeildarinnar: Messi skorar öðru sinni í leiknum: Messi fullkomnar þrennuna:

Tengdar fréttir

Messi jafnar markamet Raul | Myndband

Argentínumaðurinn Lionel Messi skráði sig enn eina ferðina á spjöld sögunnar í kvöld er hann jafnaði markametið í Meistaradeildinni.

Messi sló markametið í sigri Barcelona

Lionel Messi er markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar frá upphafi en hann skoraði þrjú af fimm mörkum Barelona í 5-1 sigri á Sevilla í kvöld.

Sjáið Messi slá markametið | Myndband

Lionel Messi sló markametið í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar hann skoraði þrennu í öruggum 5-1 sigri Barcelona á Sevilla.

Metin hans Messi

Lionel Messi er ekki nema 27 ára gamall. Engu að síður er hann orðinn markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×