Lífið

Menn sem elska hundalíf

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Þetta líf... þetta hundalíf!
Þetta líf... þetta hundalíf! Visir/BBC
Líf Tom tók stakkaskiptum eftir að hann fjárfesti í dalmatíu latex búning á netinu. Eftir að hafa klætt sig í hann og farið út á næturklúbb skyldi hann fljótlega við kærustu sína, byrjaði með strák sem hann flutti inn til og sér um hans eins og hvert annað gæludýr. Tom segist ekki elska „kærasta“ sinn en að hann geti veitt honum sérstakt öryggi þar sem hann komi fram við sig sem hund.

Rithöfundurinn David er annað dæmi um mann sem kýs að lifa sem hundur á heimili sínu. Hann segir það vera hina fullkomnu leið til þess að flýja amstur hversdagslífsins og að fá að gleyma um stund stressvöldum þönkum um peninga, vinnu eða samskipti við aðra.

Kaz er enn annar mann-hundur sem er það djúpt sokkinn að samstarfsfélagar hans á tölvuverkstæðinu er hætt að bregða í brún þegar þeir koma að honum með lyklaborðið í kjaftinum.

Þessir þrír stórkostlegu menn eru á meðal þeirra sem fjallað verður um í nýrri heimildamynd BBC Channel 4 sem ber heitið Secret Life of the Human Pups. Þar er fjallað um það blæti að tileinka sér hundalíf heima hjá sér.

Samkvæmt The Guardian eru það yfirleitt samkynhneigðir karlmenn með leðurblæti sem kjósa að lifa sem hundar í einkalífi sínu.  Þeir fá sérstakan unað af því að láta strjúka sér á maganum, sleikja eyru annarra og af því að vera með hundagrímur og ólar um háls.

Nokkuð myndarlegur hópur mann-hunda hefur myndast í London sem hittist reglulega í heimahúsum og leika sér við leikföng og stunda aðrar iðjur sem hundar gera. Mennirnir segja að þó kynlíf komi vissulega við sögu, þá sé mesti unaðurinn fólginn í því að fá að lifa áhyggjulausu lífi í umsjá "eiganda" sinna.

Stiklu úr myndinni má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×