Lífið

Meistarar í að rústa hótelsvítum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tjón upp á tæpa milljón



Ærslabelgurinn Charlie Sheen rústaði svítu á Plaza-hótelinu í New York árið 2010. Var tjónið metið á sjö þúsund dollara, rúmlega 820 þúsund krónur. Talið er að Charlie hafi gengið berserksgang í herberginu á nærfötunum á meðan kærastan hans öskraði í lokuðum skáp. Að sögn blaðafulltrúa leikarans á þessum tíma var orsökin slæmar aukaverkanir lyfja sem leikarinn tók.

Charlie Sheen
Kveikti næstum í hótelinu

Rauðhærða söngkonan Florence Welch olli miklum usla á herbergi á Bowery-hótelinu í New York fyrir tveimur árum. Hún játaði syndir sínar í viðtali við tímaritið Q og sagði að hún hefði vaknað eftir fyllerí með Kanye West og Lykke Li í herbergi sem var nánast orðið brunarústir einar.

„Ég held að ég hafi fengið mér um sautján Dirty Martini-drykki. Ég týndi símanum mínum og kjóllinn minn rifnaði. Ég kveikti næstum því í Bowery-hótelinu því ég hafði skilið eftir kveikt á kanilsprittkerti.“

Florence Welch
Óhreinar nálar út um allt

Tónlistarkonan Courtney Love er þekkt fyrir mikið partístand og fór afar illa með herbergi sitt á The Inn í New York. Courtney skildi eftir notaðar hreinlætisvörur út um allt herbergið sem og óhreinar nálar. Þá olli hún líka talsverðu vatnstjóni á staðnum. Talið er að tjónið í heild sinni hafi verið upp á fimm þúsund dollara, tæplega sex hundruð þúsund krónur.

Courtney Love
Skipt um öll teppi

Sagan segir að partípían Lindsay Lohan sé á svarta listanum á níu hótelum. Hún olli tjóni upp á fimmtíu þúsund dollara, tæplega sex milljónir króna, á W New York Union Square en skipta þurfti um öll teppi í herberginu vegna brunabletta. Þá olli Lindsay tjóni upp á tæplega 47 þúsund dollara á Sunset Boulevard-hótelinu.

Lindsay Lohan





Fleiri fréttir

Sjá meira


×