Lífið

Meira en 50 réttir á matseðlinum á Óskarnum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá kynningu á matseðli Óskarsins um daginn.
Frá kynningu á matseðli Óskarsins um daginn. vísir/getty
Það styttist heldur betur í stærsta kvöld Hollywood, sjálf Óskarsverðlaunin, en þau verða afhent við hátíðlega athöfn í Los Angeles á sunnudaginn. Eftir hátíðina flykkjast stjörnurnar í eftirpartýið Governors Ball þar sem boðið verður upp á meiri en 50 rétti og nóg af kampavíni.

Í liðinni viku var blaðamönnum boðið að smakka nokkra af þeim réttum sem eru á matseðlinum og kennir þar ýmissa girnilegra grasa ef marka má frétt People um málið.

Á meðal þess sem stjörnunum verður boðið upp á eru klassískir réttir á borð við kjúklingaböku, makkarónur með osti og reyktur lax sem borinn er fram á kexi sem er í lagi eins og sjálf Óskarsstyttan.

Þá verður boðið upp á nýstárlegri rétti á borð við Wagyu-rif krydduð á marókóskan máta sem verða toppuð með parmesan-köku, humar í maísmjöli og gnocchetti-pasta með soðsteiktum sveppum og kasjú-rjóma.

Það verður svo hægt að narta í gullhúðað trufflupoppkorn, sleikjóa með karamellu-cappuccino bragðinu í laginu eins og Óskarsstyttan og lava-kökur en nánar má lesa um Óskars-veitingarnar hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×