Fótbolti

Meiðsli Terry vellinum að kenna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Terry er hér borinn af velli.
Terry er hér borinn af velli. Vísir/Getty
John Terry gæti misst af næstu leikjum Chelsea eftir að hann meiddist á ökkla í leik liðsins gegn Maccabi Tel Aviv í Meistaradeild Evrópu í gær.

Sjá einnig: Willian jafnaði aukaspyrnumet Juninho í sigri Chelsea

Terry var borinn af velli á 72. mínútu en eftir leikinn sagði knattspyrnustjórinn Jose Mourinho að slæmt ástand vallarins hafi verið örlagavaldur fyrirliða síns.

„Völlurinn var slæmur og hættulegur,“ sagði hann. „Ég vissi að ástand Terry var slæmt þegar hann lætur skipta sér af velli þegar staðan er enn 1-0,“ bætti Mourinho við en Chelsea vann að lokum 4-0 sigur.

Miðjumaðurinn Ramires meiddist á æfingu Chelsea á Sammy Ofer-leikvanginum á mánudag og hafði Mourinho orð á því fyrir leikinn hversu slæmt ástand vallarins var.

„Læknaliðið mitt er virkilega gott. John er sérstakur maður sem ætlar sér að koma til baka mjög fljótt. En ég efast um að hann spili gegn Tottenham [um helgina].“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×