Innlent

Mega ekki enn fara í hús sín á Tálknafirði og Patreksfirði

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Snjór hefur skafið í gil fyrir ofan Tálknafjörð og er enn snjóflóðahætta.
Snjór hefur skafið í gil fyrir ofan Tálknafjörð og er enn snjóflóðahætta. Vísir/Vilhelm
„Það er komin formleg akvörðun um það að við ætlum að halda rýmingium áfram á patreksfirði og tálkna firði þangað til á morgun. Það verður endurmetið í fyrramálið,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson formaður svæðisstjórnar á Patreksfirði.



Í gær voru 23 hús rýmd á Patreksfirði og tvö á Tálknafirði. Veður er skaplegt í bæjunum en Davíð segir að síðast þegar að var gáð hafi vindur verið 30 metrar á sekúndu á Látrabjargi og álíka mikið á heiðunum í kring.



„Í morgun hefur skafið heilmikið í gilin sem eru fyrir ofan bæinn sem að þýðir það að það er áframhaldandi snjóflóðahætta,“ segir hann.

Hægt er að fylgjast með veðrinu á veðursíðu Vísis.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×