Innlent

Meðdómari víki sæti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Frímann Karlsson.
Bjarni Frímann Karlsson.
Hæstiréttur Íslands komst í dag að þeirri niðurstöðu að meðdómsmanninum Bjarna Frímanni Karlssyni, lektor í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, beri að víkja sæti í máli sem hefur verið höfðað gegn bræðrunum Karli og Steingrími Wernerssonum og fleiri aðilum vegna kaupa á hlutabréfum af systur sinni.

Það voru verjendur endurskoðendanna Sigurþórs C. Guðmundssonar, Margrétar Guðjónsdóttur og Hrafnhildar Fanngeirsdóttur, sem kröfðust þess að Bjarni Frímann viki sæti. Ástæða væri til þess að draga óhlutdrægni hans í efa vegna skrifa hans um starfsstétt þeirra og stöðu eignarhaldsfélaga sem þau unnu fyrir.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri stöðu að Bjarna Frímanni bæri ekki að víkja sæti. Hæstiréttur segir hins vegar að í glæru sem sé aðgengileg á netinu felist áfellisdómur yfir einum hinna ákærðu. Því sé réttmæt ástæða til að draga óhlutdrægni hans í efa og hann skuli því víkja sæti.

Dómur Hæstaréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×