Innlent

Með mikla áverka eftir fjórhjólaslys

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Daníel
Karlmaður var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í dag, en hann hafði lent í fjórhjólaslysi í Laugadal á Vesturlandi. Um er að ræða einn í fimm manna hópi, sem var í fjórhjólaferð, og átti atvikið sér stað skömmu fyrir þrjú í dag. Að sögn vakthafandi læknis er líðan mannsins eftir atvikum.

Maðurinn var fluttur með þyrlunni eins og áður segir og var hann með mikla áverka. Þyrla Landhelgisgæslunnar var mjög nálægt vettvangi þegar slysið átti sér stað og var á leið á Vestfirði. Því var hún fljót á slysstað. Þyrlunni var lent við spítalann rúmlega fjögur.

Slysið gerðist innst í Laugadal í Dölum þar sem ekkert símasamband er. Því þurfti samferðafólk mannsins að fara til byggða eftir hjálp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×