Innlent

Með kasthníf og kannabis í Kópavogi

Gissur Sigurðsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Fíknniefni, kasthnífur, peningar og einhverjir munir fundust í fórum fjögurra 16 ára unglingsspilta, sem lögregla hafði afskipti af í Hamraborg í Kópavogi í gærkvöldi.

Hátt í 15 grömm af kannabis fundust í bakpoka eins þeirra, sem telst langt umfram einkaneyslu fjögurra unglinga til eins kvölds. Lögregla gefur ekki upp fjárupphæðina eða hvers eðlis munirnir eru, en fljótt á litið eru því vísbendingar um að piltarnir hafi stundað viðskipti með fíkniefni, þrátt fyrir ungan aldur.

Forráðamenn þeirra voru kallaðir á lögreglustöðina í Kópavogi og voru viðstaddir á meðan lögregla ræddi við piltana og var tilkynning um málið send barnaverndaryfirvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×