FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR NÝJAST 13:00

Bjarki: Hlakka til ađ taka á Stoilov

SPORT

Marklínutćknin líklega notuđ á EM í sumar

 
Fótbolti
17:30 18. JANÚAR 2016
Marklínutćknin líklega notuđ á EM í sumar
VÍSIR/VILHELM

Búist er við því að evrópska knattspyrnusambandið tilkynni á föstudaginn að marklínutækni verði notuð á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar og í Meistaradeildinni frá og með næstu leiktíð.

Marklínutækni var rædd á fundi dómaranefndar UEFA í París í síðasta mánuði og einnig á fundi framkvæmdastjórnar sambandsins. Ákvörðunin verður gerð opinber í Nyon á föstudaginn.

Michel Platini, forseti UEFA, hefur í langan tíma verið á móti marklínutækni og frekar notað sprotadómara í stærri dómarateymi.

Hann hefur reyndar hallast meira í átt að marklínutækninni undanfarin ár og vildi á síðustu dögum sínum í starfi koma henni í gagnið á stórmótum.

Marklínutæknin er notuð í ensku úrvalsdeildinni, ítölsku Seríu A og 1. deildinni í Þýskalandi og hefur reynst mjög vel. Þá var hún notuð á HM 2014 í Brasilíu og á HM kvenna í kanada í fyrra.

Hér að neðan má sjá dæmi um hvernig marklínutæknin hefur komið að góðum notum í ensku úrvalsdeildinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Marklínutćknin líklega notuđ á EM í sumar
Fara efst