Lífið

Mark Zuckerberg bauð Chewbacca konunni í heimsókn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Candace Payne skemmti sér vel.
Candace Payne skemmti sér vel. vísir
Myndbandið af Candace Payne ærast af gleði þegar hún setti upp Chewbacca grímu er orðið langvinsælasta myndband í sögu Facebook sem sýnt var í beinni útsendingu. Á mánudagsmorgun mætti í morgunþáttinn Good Morning America og eins og búast mátti við þá verður hún í öllum stærstu spjallþáttum heims á næstu dögum.

Í fyrradag skellti hún sér einnig í bíltúr með Bretanum James Corden og leikstjóranum J.J. Abrams en sá síðarnefndi leikstýrði nýjustu Star Wars myndinni. Í framhaldinu af því bauð Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, henni í heimsókn í höfuðstöðvar fyrirtækisins og lék hún þar á alls oddi.

„Við buðum Candace Payne, konunni sem hefur fengið 141 milljón áhorfa með Chewbacca-grímu myndbandinu, í heimsókn í höfuðstöðvararnar og við komum henni heldur betur á óvart,“ segir Zuckerberg í færslu á Facebook.

Hið óvænta var að Chewbacca var sjálfur mættur á svæðið og léku þau tvö sér saman í Kísildalnum eins og sjá má að myndunum hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×