Lífið

Margskonar miðlar koma saman í Mengi

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Skipuleggjendur Winston Scarlett og Anaïs Duplan eru stödd hér á landi í tengslum við Spacesuits.
Skipuleggjendur Winston Scarlett og Anaïs Duplan eru stödd hér á landi í tengslum við Spacesuits.
Í kvöld verður fjölþátta sýningin The Spacesuits í Mengi. Verkefnið er alþjóðlegt og skipulagt af þeim Anaïs Duplan og Winston Scarlett, en þar má líta fjölbreytt margmiðlunar verk í formi myndlistar, vídeóverka, ljósmynda og tónlistar en áframhaldandi dagskrá verður á laugardaginn.

Viðburðurinn í Mengi er upphafið af The Spacesuits en um fimmtíu listamenn taka þátt í verkefninu. „Þetta er fyrsta sýningin okkar og svo verða sjö í viðbót,“ segir Anaïs en sýningarnar sjö sem um ræðir verða í Bandaríkjunum, í New York, Chicago, New Orleans, Santa Fe, Portland, Newark og Boston.

„Við reynum að finna leiðir til þess að tala um paradís og byggjum þær á hugmyndum tónlistarmannsins Sun Ra,“ segir Anaïs.

The Spacesuits rannsakar hugtök á borð við hamfarir, líf eftir dauða og endurskrifun sögunnar og notar til þess verk Sun Ra en hann var jazz tónlistarmaður og Afrófúturisti. Hver sýning blandar saman innsetningum og lifandi flutningi og er verkefni styrkt af The AfroFuturist Affair, Pushdot Studio og Philadelphia Printworks.

Í Mengi í kvöld koma fram Futurgrapher, dj Yamaho og Björk Viggósdóttir. Á morgun eru það Good Moon Deer, Lord Pusswhip og BistroBoy.

Dagskráin í kvöld hefst klukkan 18.00 með innsetningu og er miðaverð 2.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×