Íslenski boltinn

Margrét Lára spilar með systur sinni hjá Kristianstad

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Vísir/ÓskarÓ
Margrét Lára Viðarsdóttir ætlar að spila með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta á næsta ári og mun því í fyrsta sinn á ferlinum spila í sama félagsliði og systir sín Elísa Viðarsdóttir.

Kristianstad tilkynnti þetta í dag og sænskir fjölmiðlar hafa fjallað um það að nú séu tvær Viðarsdætur í liðinu.

Margrét Lára lék með Kristianstad sumarið 2013 og skoraði þá þrettán mörk í sænsku deildinni. Hún var í barnseignarfríi á árinu 2014.

Margrét Lára gerði tveggja ára samning við Kristianstad en á sama tíma framlengdi Elísa Viðarsdóttir samning sinn um eitt ár.

Elísa Viðarsdóttir var að klára sitt fyrsta tímabil með Kristianstad en var áður hjá ÍBV. Elísa spilaði ekki sinn fyrsta leik með ÍBV fyrr en eftir að Margrét Lára var farin yfir í Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×