Íslenski boltinn

Marcus Solberg framlengir við Fjölni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Marcus Solberg í leik gegn Stjörnunni.
Marcus Solberg í leik gegn Stjörnunni. vísir/eyþór
Danski framherjinn Marcus Solberg hefur framlengt samning sinn við Pepsi-deildarlið Fjölnis út næsta keppnistímabil að því fram kemur í fréttatilkynningu frá Grafarvogsliðinu.

Solberg kom við sögu í öllum 22 leikjum Fjölnis síðasta sumar. Hann byrjaði ellefu leiki og kom ellefu sinnum inn á sem varamaður en þessi 21 árs gamli framherji skoraði fimm mörk.

Daninn átti sinn þátt í því að Fjölnir náði sínum besta árangri í sögunni í sumar þegar liðið landaði fjórða sæti deildarinnar með 37 stigum sem er met hjá liðinu. Það dugði þó ekki til að ná Evrópusæti.

Eins og hjá fleiri liðum hefur ekki verið mikið að frétta á félagaskiptamarkaðnum hjá Grafarvogsliðinu. Það á enn eftir að fá nýjan leikmann en það er búið að missa fyrirliðann Guðmund Karl Guðmundsson og spilandi aðstoðarþjálfarann Ólaf Pál Snorrason í Fjölni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×