Innlent

Mannfjöldi á Arnarhóli

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Blái liturinn er ríkjandi á Arnarhóli í dag.
Blái liturinn er ríkjandi á Arnarhóli í dag. vísir/eyþór
Fjöldi fólks er samankominn á Arnarhóli í Reykjavík til þess að fylgjast með stórleik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu.

Búið er að koma upp 26 fermetra og 300 tonna risaskjá og öflugu hljóðkerfi ásamt því sem lokað hefur verið fyrir nærliggjandi götur.

Eyþór Árnason, ljósmyndari  Fréttablaðsins og Vísis, leit við á Arnarhóli rétt fyrir leik og smellti af nokkrum myndum af gestum og gangandi. Myndirnar má sjá hér fyrir neðan.

Þjóðarstoltið í algleymingi.vísir/eyþór
Þjóðarsöngurinn.vísir/eyþór
Fólki leiddist ekki mörk Íslands.vísir/eyþór
Andrúmsloftið var spennuþrungið á tímum.vísir/eyþór
vísir/eyþór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×