Lífið

Mamma Buckleys heilluð af Íslandi

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Jeff Buckley lést langt fyrir aldur fram.
Jeff Buckley lést langt fyrir aldur fram.
„Hún hefur ekki komið til landsins en hana langar mikið að koma og er virkilega uppnumin að það sé verið að halda svona tónleika á Íslandi,“ segir Franz Gunnarsson en hann stendur fyrir tónleikum til heiðurs Jeff Buckley og hefur verið í sambandi við móður Buckleys, Mary Guibert, undanfarin ár.

Hann hitti hana fyrst árið 2007 á tónlistarhátíð í Bandaríkjunum. „Ég hef staðið fyrir Jeff Buckley-heiðurstónleikum áður en það var árið 2007. Skömmu áður hitti ég móður Buckleys á tónlistarhátíð í Bandaríkjunum og hún var alveg uppnumin yfir því að það væri verið að halda tónleika til heiðurs syni sínum á Íslandi. Hún komst því miður ekki þá en sendi okkur kveðjur á myndbandi sem sýnt var á skjá fyrir tónleikana 2007,“ útskýrir Franz.

Hann fékk í kjölfarið sendar sérstakar Jeff Buckley-gítarneglur og hefur verið í sambandi við hana síðan. „Hún stýrir öllu Buckley-batteríinu og hefur í nógu að snúast.“ Guibert kemst þó ekki á tónleikana í vikunni en á þeim verður farið yfir feril Buckleys.

„Við leikum hans vinsælustu lög en tilefni tónleikanna er 20 ára útgáfuafmæli Grace-plötunnar. Við leikum hana frá a til ö og einnig tökulög sem hann var að taka á tónleikum.“

Tónleikarnir fara fram á Gauknum á fimmtudagskvöld og hefjast stundvíslega klukkan 21.00. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×