Innlent

Malín og Hlín ákærðar fyrir að kúga Sigmund

Anton Egilsson skrifar
Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand gerðu tilraun til féflétta forsætisráðherrann fyrrverandi en án árangurs.
Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand gerðu tilraun til féflétta forsætisráðherrann fyrrverandi en án árangurs. Vísir
Héraðssaksónari hefur gefið út ákæru á hendur systrunum Malín Brand og Hlín Einarsdóttir fyrir fjárkúgun. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 14. nóvember næstkomandi. Samkvæmt 251.gr almennra hegningalaga geta fjárkúganir varðað allt að sex ára fangelsi.

Fjárkúgunarmálið hófst með því að bréf var sent á heimili forsætisráðherra þar sem var krafinn um átta milljónir króna ella yrðu upplýsingar sem í bréfum voru taldar viðkvæmar fyrir hann gerðar opinberar.

Hótunin fólst í því að tengja Sigmund Davíð þáverandi forsætisráðherra við lánafyrirgreiðslu sem Vefpressan, fjölmiðlafyrirtæki Björns Inga Hranfssonar, fékk frá MP banka. Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja forsætisráðherrann fyrrverandi við fjölmiðlaveldi Björns Inga Hrafnssonar né umrædda lánveitingu til fyrirtækisins.

RÚV sagði fyrst frá því að ákæran hefði verið gefin út. 

Sigmundur tilkynnti málið umsvifalaust til lögreglu sem réðist í umfangsmiklar aðgerðir sem leiddu til handtöku systranna. Systurnar játuðu báðar aðild að málinu við yfirheyrslu hjá lögreglunni.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×