MIĐVIKUDAGUR 22. MARS NÝJAST 19:32

Bjarki Már sterkur í sigri Berlin

SPORT

Magnus Carlsen kominn á fast

 
Lífiđ
14:36 20. MARS 2017
Magnus Carlsen er heimsmeistari í skák.
Magnus Carlsen er heimsmeistari í skák. VÍSIR/AFP

Norski stórmeistarinn og heimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen, er kominn á fast. Á einkasíðu Carlsen á Facebook, sem lokuð er öðrum en vinum Carlsen, er hann nú skráður í samband með Synne Christin Larsen.

Segir að þau hafi verið saman síðan á Valentínusardegi, 14. febrúar.

„Ég get staðfest að þetta, en annars vill Magnus ekki tjá sig mikið frekar um þetta,“ segir Espen Agdestein, umboðsmaður Carlsen í samtali við Verdens Gang.

Lítið hefur verið vitað um ástarlíf hins 26 ára Carlsen. „Við sjáum til,“ sagði Carlsen í nóvember 2013 þegar indverskur fréttamaður spurði hann hvort hann vildi gefa upp nafnið á kærustu sinni.

Árið 2014 var orðrómur á kreiki um að hannætti mögulega í sambandi við Kate Murphy, einum af aðstandendum leiksins Play Magnus.

Larsen er 22 ára gömul.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Lífiđ / Magnus Carlsen kominn á fast
Fara efst