Innlent

Magnað myndband frá Holuhrauni: Veðurstofa Íslands prófar nýjar hitamyndavélar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skjáskot úr myndbandi
Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hvar hitamyndavél greinir nokkurs konar skýstrók í eldgosinu í Holuhrauni. Um er að ræða fyrirbrigði sem fer yfir sprunguna og er samsett úr eldgosagufum, aðallega vatnsgufum og brennisteinsdioxíði, og svifösku. Sjón er sögu ríkari.

Veðurstofa Íslands hefur nýlega eignast þrjár hitamyndavélar sem nota má til að fylgjast með eldsumbrotum. Ein vélanna hefur verið notuð til með eldgosinu í Holuhrauni.

Notkun og þróun myndavélanna er hluti af Future Volc-verkefninu sem er samstarfsverkefni 26 háskóla og rannsóknarstofnanna í Evrópu og styrkt af Evrópusambandinu.

Norska fyrirtækið Nicarnica hefur unnið að þróun hitamyndavélanna og sér Veðurstofa Íslands nú um að gera þær veður-og rekstrarhæfar. Eldgosið í Holuhrauni er svo sannarlega kjörið tækifæri til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×