Innlent

Maggi Texas gefur út kosningamyndband: Vill verða maður fólksins

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Magnús Ingi hefur rekið veitingastaðina Texasborgara og Sjávarbarinn undanfarin ár.
Magnús Ingi hefur rekið veitingastaðina Texasborgara og Sjávarbarinn undanfarin ár. skjáskot
„Ég vil minna ykkur á að þegar þið komið í kjörklefana að krossa við Magnús Inga Magnússon, forsetaframbjóðanda. Mann fólksins,“ segir Magnús Ingi Magnússon, oftast þekktur sem Maggi á Texasborgurunum, í nýju kosningamyndbandi sínu.

Maggi segist í myndbandinu hafa átt farsælan feril sem matreiðslumeistari undanfarin þrjátíu ár. Hann hafi gaman að lífinu og hlakki til að vakna á morgnanna.

„Ég sá mér leik á borði að bjóða mig fram því ég á fullt erindi. Mig langar að gera embættið jákvætt. Ég er búinn að sjá það út að það er hægt að gera marga góða hluti á Bessastöðum. Vera í sambandi við fólkið í landinu, það er ég á jákvæðan hátt,“ segir hann.

Íslensk útgáfa af laginu Cotton eye Joe með Rednex er sungin í myndbandinu í flutningi Sóla Hólm, grínista og útvarpsmanns.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Uppfært:

Upphaflega kom fram í fréttinni að lagið væri í flutningi Magnúsar, en hið rétta er að Sóli Hólm syngur lagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×