Lífið

Maðurinn sem 50 Cent gerði grín að með fötlun og félagsfælni: „Mun hafa skelfilegar afleiðingar“

Stefán Árni Pálsson skrifar
50 Cent í vandræðum.
50 Cent í vandræðum. vísir
„Þetta er ógeðslegt og mjög erfitt að horfa upp á,“ segir Kent Farrel, faðir drengsins sem 50 Cent gerði grín að í myndbandi sem hann birti á Instagram-síðu sinni.

Um helgina birti hann myndbandið þar sem hann gerir grín að starfsmanni á flugvelli. 50 Cent talar þar um að starfsmaðurinn sé af nýju kynslóðinni og sú kynslóð telji það ekkert tiltökumál að mæta í vímu í vinnuna. Hann eltir manninn og reynir að gera lítið úr honum. Andrew Farrel er 19 ára, með fötlun og þjáist af mikilli félagsfælni.

„Að setja svona myndband á netið og segja að sonur minn sé dópaður hefur farið alveg skelfilega í hann. Hann er með mikla félagsfælni og þetta mun hafa skelfilegar afleiðingar fyrir hann. Hann var bara að ganga um flugvöllinn að sinna vinnunni sinni.“

Sjá einnig: 50 Cent drullar yfir flugvallarstarfsmann og fær að heyra það í kjölfarið - Myndband

Hann segir að sonur sinn hafi verið ótrúlega stoltur af því að hafa ná sér í vinnu á sínum forsendum en foreldrar hans hafa áhyggjur af því hvernig þetta myndband mun hafa áhrifa á hann. Rætt var við foreldra drengsins á sjónvarpstöðinni WLWT5 í Bandaríkjunum.

Hér má sjá sjónvarpsviðtal við foreldra Andrew. Í athugasemdakerfinu á YouTube er 50 Cent gangrýndur harðlega og í raun tekinn af lífi en myndbandið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×