Innlent

Maður sleginn í höfuðið með glasi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Kolbeinn Tumi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Fjöldi ökumanna voru teknir vegna ölvunar við akstur, undir áhrifum fíkniefna eða ekki með ökuréttindum. Auk þess barst tilkynning um líkamsárás við Naustin í nótt þar sem maður hafði verið sleginn í höfuðið með glasi. Hann var fluttur á Slysadeild þar sem gert var að sárum hans.

Báðir mennirnir voru hins vegar vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn máls og við vistun fundust ætluð fíkniefni hjá öðrum þeirra.

Samkvæmt dagbók lögreglunnar var maður í annarlegu ástandi handtekinn grunaður um húsbrot og heimilisofbeldi. Þar að auki var erlendur ferðamaður handtekinn í Austurstræti grunaður um að brjóta rúðu.

Þrír ungir menn voru handteknir í Breiðholti grunaður um húsbrot og líkamsárás. Þá var tilkynnt um líkamsárás á veitingahúsi í Kópavogi þar sem árásarþoli var talinn nefbrotinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×