Innlent

Má miðla upplýsingum til Leitarstöðvarinnar um konur sem hafa farið í legnám

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hús Krabbameinsfélags Íslands.
Hús Krabbameinsfélags Íslands. Vísir/Vilhelm
Persónuvernd hefur úrskurðað að Landspítalinn megi miðla upplýsingum um konur sem hafa farið í fullkomið legnám til Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands.

Landspítalinn leitaði álits Persónuverndar á málinu eftir að Leitarstöðin óskaði eftir að fá upplýsingar um konur sem farið hafa í fullkomið legnám. Ástæðan fyrir því sé sú að umræddar konur þurfi ekki að fara í reglubundna leghálskrabbameinsleit þar sem lítil áhætta sé á leghálskrabbameini hjá þeim.

Leitarstöðin telji því að með upplýsingum um hvaða konur hafa farið í fullkomið legnám megi koma í veg fyrir sóun á opinberu fé og forða konunum frá óþarfa rannsóknum.

Miðlun upplýsinganna er þar af leiðandi hluti af heilbrigðisþjónustu og í málefnalegum tilgangi. Því telur Persónuvernd hana samrýmast lögum um persónuvernd og miðlun persónuupplýsinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×