Innlent

Lyfið Fentanyl ratiopharm forðaplástur innkallað

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Markaðsleyfishafi hefur innkallar lyfið.
Markaðsleyfishafi hefur innkallar lyfið. Vísir/GVA
Einstaklingar sem fengið hafa lyfið Fentanyl ratiopharm forðaplástur á tímabilinu 28. júlí til 2. september á þessu ári eru beðnir um að fara með pakkningar með vörunúmerinu 10 38 06 í næsta apótek til skoðunar.

Í tilkynningu frá Lyfjastofnun segir að ástæða innköllunar sé sú að í Finnlandi fannst einn forðaplástur af fimm sem ekki var merktur ratiopharm í pakka af Fentanyl ratiopharm forðaplástri 12 microg/klst. Plásturinn innihélt einnig lyfið fentanyl en í röngum styrk, 25 microg/klst. í stað 12 microg/klst. og með áletrun á röngu tungumáli. Innköllunin á við lotunúmerið Lota P51869

Notkun á plástri með hærri styrkleika getur valdið heilsutjóni.Þar sem ekki er hægt að útiloka að þetta hafi gerst með fleiri pakka við framleiðsluna er öll framleiðslan með þessu lotunúmeri innkölluð.

Bent er á að engin hætta stafar af þeim forðaplástrum sem merktir eru ratiopharm og gæði þeirra eru óskert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×