Innlent

Lúxusjeppi leggur undir sig þrjú stæði fatlaðra

Jakob Bjarnar skrifar
Sveinn Andri tók mynd af þessu „afreki“ og birti nú rétt í þessu á Facebookvegg sínum.
Sveinn Andri tók mynd af þessu „afreki“ og birti nú rétt í þessu á Facebookvegg sínum.
Heimsmet var slegið í dag, að sögn Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, í því að leggja undir sig stæði fatlaðra. Þetta met var sett í dag og var það slegið fyrir framan World Class í Laugardalnum.

Sveinn Andri tók mynd af þessu „afreki“ og birti nú rétt í þessu á Facebookvegg sínum. Og segir: „Ef keppt væri í ólöglegri parkeringu væri þessi meistari búinn að vinna bikarinn til eignar. Til hvers líka að vera með öll þessi bílastæði fyrir fatlaða?“

Myndin sýnir stóran lúxusjeppa, sem reyndar leggur ekki í stæðin sjálf heldur fyrir framan þau þannig að ef einhver sem hefur réttindi til að nýta sér sérmerkt stæði ætluð fötluðum, þá kæmist sá ekki í stæðin.

Ef keppt væri í ólöglegri parkeringu væri þessi meistari búinn að vinna bikarinn til eignar. Til hvers líka að vera með öll þessi bílastæði fyrir fatlaða?

Posted by Sveinn A Sveinsson on 31. júlí 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×