Íslenski boltinn

Lokeren og Víkingur í viðræðum um Gary Martin

Tómas Þór Þórðarosn skrifar
Gary Martin er líklega á leið til Belgíu.
Gary Martin er líklega á leið til Belgíu. vísir/ernir
Belgíska úrvalsdeildarliðið Lokeren er komið í viðræður við Pepsi-deildarlið Víkings um kaup á enska framherjanum Gary Martin. Þetta kemur fram á fótbolti.net.

Lokeren er búið að gera Víkingi tilboð í Gary, samkvæmt heimildum Vísis, en félögin þurfa að komast að samkomulagi um kaupverð áður en Belgarnir geta rætt við framherjann.

Gary kom til Víkings frá KR síðasta haust og skoraði fimm mörk í þrettán leikjum í Pepsi-deildinni fyrir Fossvogsfélagið áður en hann var lánaður til Lilleström í Noregi.

Þar fór sá enski á kostum og skoraði fjögur mörk í tíu leikjum og átti stóran þátt í því að Lilleström hélt sæti sínu í norsku úrvalsdeildinni. Þar á bæ eru menn virkilega spenntir fyrir því að fá Gary aftur en Lokeren virðist líklegri kostur þessa stundina.

Rúnar Kristinsson, sem fékk Gary á láni til Lilleström, er þjálfari Lokeren en auk þess að vinna saman í Noregi urðu þeir tvívegis Íslandsmeistarar saman og þrisvar sinnum bikarmeistarar með KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×