Lífið

Lokaþættinum af Sherlock lekið á netið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Benedict Cumberbatch og Martin Freeman fara með aðalhlutverkin í þáttunum.
Benedict Cumberbatch og Martin Freeman fara með aðalhlutverkin í þáttunum. Vísir/EPA
Nýjasta þættinum, sem er jafnframt lokaþátturinn í fjórðu og nýjustu seríunni af Sherlock, hefur verið lekið á netið. BBC greinir frá.

Þættirnir hafa verið afar vinsælir undanfarin ár og skarta bresku leikurunum Benedict Cumberbatch og Martin Freeman í hlutverki Sherlocks og John Watsons, tveggja spæjara sem leysa flókin lögreglumál. Nýjustu seríunnar hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu.

Um er að ræða rússneskt skjal af þættinum sem ber nafnið ,,The Final Problem“ og hefur skjalinu með þættinum verið deilt á netinu. Höfundar þáttanna hafa biðlað til fólks um að deila ekki upplýsingum úr lokaþættinum sem mun birtast á skjáum breskra landsmanna í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×