Innlent

Lögreglumenn framlengja kjarasamning

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Samninganefnd Landssambands lögreglumanna undirritaði í dag framlengingarsamkomulag við Samninganefnd ríkisins.

Samkomulagið tekur gildi frá því að síðasta framlengingarsamkomulag LL rann út, eða frá 1. febrúar 2014. Framlenging kjarasamningsins gildir til loka apríl 2015.

Fram kemur í tilkynningu BSRB að samkomulagið sé á svipuðum nótum og aðrir kjarasamningar sem gerð hafa verið við aðildarfélög BSRB að undanförnu.

Samningurinn felur í sér 2,8 prósenta hækkum frá 1. febrúar 2014 og greidd er 20 þúsund króna eingreiðsla í lok samningstímans fyrir þá sem eru í fullu starfi. Þá fer orlofsuppbót úr 28.700 krónum í 39.500 krónur og fer desemberuppbót úr 52.100 krónum í 73.600 krónur.

Í samningnum eru ákveðnar breytingar á vaktafyrirkomulagi lögreglumanna og fer atkvæðagreiðsla um samkomulagið fram á næstunni. Niðurstöðu er að vænta 2. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×