Innlent

Lögreglan með mikinn viðbúnað vegna skothvells sem heyrðist í Kópavogi

Birgir Olgeirsson skrifar
Málið verður rannsakað nánar á morgun að sögn lögreglu.
Málið verður rannsakað nánar á morgun að sögn lögreglu. Vísir/Hari
Tilkynnt var um skothvell í Grundarhverfi í Kópavogi á níunda tímanum í kvöld. Það var íbúi sem hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins en á vef Morgunblaðsins kemur fram að lögreglan hefði búið sig vopnum áður en haldið var á vettvang en þar var enginn þegar lögreglu bar að.

Á vef DV kemur fram að allt að fimm lögreglubílar hafi verið á vettvangi þegar mest var og þar af einn frá sérsveit ríkislögreglustjóra.

Morgunblaðið segir skothylki hafa fundist át vettvangi og að það hafi verið mat lögreglu að skotið hefði verið upp í loftið.

Lögreglan vildi lítið segja þegar Vísir hafði samband annað en að málið verði rannsakað nánar í birtingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×