Innlent

Lögreglan hefur fengið margar ábendingar frá almenningi vegna Móabarðsmálsins

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Móabarði.
Frá Móabarði. Vísir/Vilhelm
„Rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Árni Þór Sigmundsson, sem fer fyrir kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um rannsókn á Móabarðsmálinu svokallaða. Leitar lögreglan að karlmanni sem grunaður er um tvær árásir á sömu konuna í Móabarði í Hafnarfirði.

Árni Þór segir lögreglunni hafa borist margar ábendingar frá almenningi en þær hafi ekki leitt lögregluna áfram í rannsókn sinni. Hann sagði engan hafa verið hnepptan í hald lögreglu vegna rannsóknarinnar og vildi ekki veita upplýsingar um það hvort einhver hefði verið yfirheyrður.

Lýst hefur verið eftir karlmanninum í fjölmiðlum en ekki er vitað hver hann er. Í fyrri árásinni, mánudaginn 15. febrúar,  virðist maðurinn hafa villt á sér heimildir. Er talið að hann hafi sagst vera frá Orkuveitunni og þóst ætla að lesa á mæla. Hann er svo sakaður um aðra árás tæpri viku síðar á sömu konuna á heimili hennar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×