Innlent

Lögfræðingur Orkustofnunar segir að stjórnsýsla verkefnastjórnar rammaáætlunar sé undarleg

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Verkefnastjórn Rammaáætlunar ætlar ekki að svo stöddu að fjalla um orkukosti sem Orkustofnun lagði fram að eigin frumkvæði og ber við tímaskorti. Lögfræðingur Orkustofnunar segir þetta undarlega stjórnsýslu.

Stefán Gíslason formaður verkefnastjórnarinnar segir að Orkustofnun hafi sent um áttatíu til níutíu kosti og verkefnastjórnin telji eðlilegt að byrja á þeim kostum sem virkjunaraðilar hafi beðið um en láta það  bíða sem stofnunin leggur til að eigin frumkvæði.

Sumt af því sem Orkustofnun lagði til voru kostir í verndarflokki. Stefán segir að verkefnalisti stofnunarinnar grisjist einnig vegna þessa enda verði þeir kostir ekki teknir til skoðunar nema ný gögn verði lögð fram eða forsendur hafi breyst.

Skúli Thoroddsen lögfræðingur Orkustofnunar segir þetta undalega stjórnsýslu verkefnastjórnarinnar svo ekki sé dýpra í árinni tekið.

Orkustofnun hefur dregið þrjá virkjunarkosti til baka eftir að  í ljós kom að kort sem stofnunin studdist við gerðu ekki ráð fyrir breytingum á mörkum Vatnajökulsþjóðgarðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×