Lífið

Logandi heitt stál gegn ís: Það þarf líka að taka til eftir sig

Samúel Karl Ólason skrifar
Það er greinilega ekki bara líf og fjör að taka upp myndbönd fyrir Youtube, eins og forsvarsmaður Beyond The Press og Hydrolic Press Channel komst að á dögunum. Það er ekki nóg að gera eitthvað flott og skemmtilegt. Það þarf líka að taka til eftir á.

Myndbandið Red hot steel vsfrozen lake var birt í síðustu viku, þar sem logandi heitt stálstykki var lagt á ísilagt vatn. Tilgangurinn var að sjá hvort að stykkið færi í gegnum ísinn. Stykkið gerði það ekki en með smá hjálp fór það í gegn og datt niður á botn vatnsins.

Sjá einnig: Þetta gerist þegar sjóðandi heitu stáli er komið fyrir á ís

Því var brugðið á það ráð að reyna að ná því upp með því að notast við segul á spotta.

„Ég vona innilega að þetta með segulinn takist, því vatnið er mjög kalt,“ segir Lauri Vuohensilta.

Vel gekk að ná handfangi upp með seglinum, en það gekk ekki svo vel að sækja stálbútinn þar sem spottinn sem segullinn var tengdur í slitnaði.

Því var bara eitt í stöðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×